„Verurnar hafa fylgt mér frá því að ég skoðaði Museo della Statue Stele Lunigianesi í Pontremoli á Ítalíu vorið 1990. Frumstæðar höggmyndirnar höfðu mikil áhrif á mig og hafa fylgt mér æ síðan. Í verkum mínum skoða ég þenslu málverksins ásamt því að breyta lögun þess frá flatneskju yfir í þrívítt form. Ég velti fyrir mér hvað er innan og utan myndformsins og tengslum þess við umhverfið, en undanfarin ár hef ég í auknum mæli valið að sýna verk mín utandyra. Við pössum ekki alltaf inn í formin sem okkur eru úthlutuð. Í samfélögum manna hafa verið búin til sniðmát og kerfi sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum og eru fyrst og fremst að viðhalda eigin tilvist. Þau eru hætt að þjóna bæði mennskunni og jörðinni. Sum okkar kjósa að vaxa eins og rætur í allar áttir á meðan aðrir kjósa beinar brautir. Geómetrísku verkin á sýningunni vísa til mennskunnar og hugleiðinga um skelina og efnið. Hvað er fyrir innan, hvað er fyrir utan og hvernig viljum við vaxa.“
“The beings have been with me since I visited Museo della Statue Lunigianesi in Pontremoli, Italy in the spring of 1990. The primitive sculptures had a big effect on me and have been with me ever since. In my work I am looking at the expansion of the painting as well as changing it from flatness into three-dimensional work. I contemplate what is inside and outside the picture-form and how it is connected to the environment. Lately I have more often chosen to exhibit my work outside. We donʼt always fit into the forms that are allocated to us. The templates and systems of human society often donʼt serve its original purpose and are mostly focused on maintaining its own existence. They serve neither humanity nor the earth. Some of us choose to grow like roots – in all directions, while others take the straight road. The geometric works in the exhibition refer to humanity and contemplations on the shell and material. What is inside and what is outside and how do we want to grow.
Dansgjörningur í Lystigarðinum
AÐ VERA VERA á svölum Listasafnsins á Akureyri
Verur, 2023, leir 10-20 cm.
Verur, 2023, leir 10-20 cm.
Verur, 2023, leir 10-20 cm.
Vera, 2023, leir, 35 cm.
Vera, 2023, leir, 35 cm.
Vera, 2023, leir, 35 cm.
Vera, 2023, leir, 35 cm.
Verur, olía á striga 2023, 60x80 cm.
Verur 2023, blönduð tækni
Verur, miniatúrar, bylgjupappi, 20-30 cm
Verur, miniatúrar, bylgjupappi, 20-30 cm
AÐ VERA VERA, 2023, krossviður, akríllitir, viðarlakk
AÐ VERA VERA, 2023, krossviður, akríllitir, viðarlakk
AÐ VERA VERA, 2023, krossviður, akríllitir, viðarlakk