Blýnótt
"Blýnótt" er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur í Menningarhúsinu Hofi Akureyri. Sýningin fjallar um nánd og myrkur í ljósi, hvernig manneskjan ferðast frá ljósi í dimmu og aftur til baka, hvernig Þjáningin er samofin hamingjunni eins og dagur og nótt, vetur og sumar. Verkunum fylgir texti eftir Héðin Unnsteinsson.
"Lead Night" is the title of Brynhildur Kristinsdóttir's exhibition at the Hof Akureyri Cultural Center. The exhibition deals with intimacy and darkness in light, how a person travels from light to darkness and back again, how suffering is intertwined with happiness like day and night, winter and summer. The works are accompanied by a text by Héðin Unnsteinsson.
Nánd
Það er í fjarlægðinni við aðra sem nánd við eigið hjarta er minnst.
Hjartað leitar hlýju, leitar nándar.
Rýnir út um ljórann úr hold síns húsi.
Ber örvæntinguna í blóðhlaupnum augum. Það fækkar þeim sem líta til baka.
Hugurinn veit að nándina er að finna í hjartanu.
Héðinn Unnsteinsson