ÞJÁNING/TJÁNING "ÞJáning/Tjáning" er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur í Mjólkurbúðinni Akureyri. Verk Brynhildar fjalla um tjáning/ þjáningu mannsins og hvernig hugmyndir hlutgerast. Verkin eru olíumálverk og skúlptúrar sem eru mótaðir í pappamassa og álpappír. Í verkum sínum veltir Brynhildur fyrir sér hvers vegna við upplifum svartnætti og angist. Eru hugsaninr okkar á villigötum? Verkin fjalla einnig um léttinn og gleðina sem fylgir því þegar við náum að tæma hugann, dvelja í núinu, umfaðma lífsorkuna og beina í farveg sköpunar.
Á sýningunni er einnig pistill eftir Héðin Unnsteinsson um flakk milli heima.