Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði. Árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri og listkennslufræði, M. Art. Ed. 2019-.2022 frá Listaháskóla Íslands. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.
Brynhildur Kristinsdóttir (born 1965) works in diverse media, each time according to the subject matter. She has taught visual art and collaborated with various artists, done stage design and costumes for performances and dance. Kristinsdóttir studied visual art at Akureyri School of Visual Arts and The Icelandic College of Art and Crafts. She finished Teacher Education at The University of Akureyri and a master’s degree in arts education at University of the Arts in 2022.
Contact:
bilda@simnet.is
tel:354-8683599