Nánd/Intimacy
Það er í fjarlægðinni við aðra sem nánd við eigið hjarta er minnst.
Hjartað leitar hlýju, leitar nándar.
Rýnir út um ljórann úr hold síns húsi.
Ber örvæntinguna í blóðhlaupnum augum. Það fækkar þeim sem líta til baka.
Hugurinn veit að nándina er að finna í hjartanu.
Héðinn Unnsteinsson
Í verkum mínum fjalla ég um myrkrið í ljósinu og nándina, hvernig við fálmum út í loftið í leit að einhverju sem lætur okkur líða vel.
In my work, I discuss the darkness within the light and intimacy, how we reach out into the air in search of something that makes us feel good.
Kassinn eða boxið er myndbirting formsins sem við höfum smíðað utan um mennskuna, og ádeila á kerfi sem er hætt að þjóna tilgangi sínum í mörgum skilningi. Þegar samfélög manna eru orðin svo kerfislæg að þau ýta undir meiri óhamingju en hamingju þá er sannarlega kominn tími til að endurskoða vegferð okkar og tímabært er uppgjör við gildandi hugmyndir.
Ég skoða þenslu málverksins í átt til þrívíddar eða höggmyndalistar jafnframt því sem ég breyti lögun málverksins frá flatneskju yfir í þrívítt form.
Ég velti því fyrir mér hvað er „innan“ og „utan“ myndflatar og tengsl þess við umhverfið.
The box is a visual representation of the form we have constructed around humanity, and a satire on a system that has ceased to serve its purpose in many senses. When human societies have become so systemic that they promote more unhappiness than happiness, it is truly time to reconsider our path and a reckoning with existing ideas is overdue.
I examine the expansion of painting towards three-dimensionality or sculpture, while also changing the shape of painting from flatness to three-dimensional form.
I wonder what is “inside” and “outside” the painting surface and its relationship to the environment.